Sumarblóm

Í garðinum hjá Býflugunni og blóminu er sumarblómasala

Sumarblóm blómstra flest meira ef þau eru á sólríkum stað.
Algengasta millibil milli sumarblóma er 15-20sm.
Gætið þess að plönturnar séu vel rakar (rótarhnausinn gegnblautur) áður en þið plantið þeim.
Hreinsið burt öll visin blóm strax, með því tryggið þið meira blómskrúð, annars leggur plantan orku sína í að mynda fræ.
Allar plöntur þurfa næringu, gefið sumarblómunum ykkar blómanæringu

Sumarblóm eru einærar plöntur sem eru í blóma meira eða minna allt sumarið.
Þau eru til í öllum mögulegum litum, stærðum og gerðum og eru sannkallaðir gleðigjafar.
Sumarblóm eru tilvalin í ker og potta og til upplífgunar í beð með fjölærum plöntum og runnum.
Við kappkostum að selja eingöngu gæða plöntur í garðplöntusölunni okkar.

Áhugaverð síða tengd sumarblómum:

http://www.lystigardur.akureyri.is

5 niðurstöður birtar