Skilmálar
1. Almenn ákvæði
Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum http://www.byflugan.is í eigu 3B ehf 440209-0250 , Rauðamýri 20, 600 Akureyri, – í skilmálum þessum nefnt Býflugan og blómið. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Býflugunnar og blómið annars vegar og kaupanda vöru hins vegar.
„Söluaðili“ er fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á byflugan.is
„Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup.
Verð á vefsíðunni eru með virðisaukaskatti samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og upplýsingum frá söluaðila og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.
Fjórir möguleikar eru á afhendingu vöru, sækja pakka í verslunina, senda með bíl söluaðila á stór Akureyrar svæðinu, að senda með Póstinum eða flugi. Þegar pakki er sendur með Póstinum eða með flugi þá er greitt fyrir sendinguna samkvæmt gjaldskrá Póstsins og Flugfélagsins. Sendingarkostaðurinn er ekki innifalin í vörunni og er rukkaður af Póstinum eða flugfélagi hvort heldur er.
Sjá nánar: https://www.posturinn.is/einstaklingar/upplysingar-einstaklingar/verdskra/#tab=1
Ath að sendingarkostnaður umfangsmiklla vara og þungra getur verið töluverður.
Sendingarkostnaður með bíl söluaðila er greiddur fyrirfram í vefverslun.
Fyrirvari:
Býflugan og blómið áskilur sér rétt til eftirkröfu vegna ógreidds flutningskostnaðar sem og annars kostnaðar sem kann að falla til, s.s. vegna misritunar á verði og vörutegundum.
2. Persónuupplýsingar
Býflugan og blómið meðhöndlar persónuupplýsingar í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Persónuupplýsingar sem berast Býflugunnni og blómið eru skráðar rafrænt í gagnagrunn Býflugunnar og blómið og aðeins umsjónaraðili kerfisins hefur aðgang að þeim. Persónuupplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila.
Við kaup á vöru eða þjónustu veitir kaupandi Býflugan og blómið samþykki sitt til að safna og vinna úr persónuupplýsingum úr gagnagrunni fyrirtækisins. Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Býflugunnar og blómið í tölvupósti á byflugan@byflugan.is eða bréflega á heimilisfang Býflugan og blómið, Rauðamýri 20, 600 Akureyri (lögheimili). Upplýsingum um kaupanda verður þá eytt úr gagnagrunninum og kaupandi upplýstur um það sérstaklega.
Býflugan og blómið áskilur sér rétt til að nota persónuupplýsingar til að senda viðskiptavinum markpósta með tölvupósti og/eða sms-skeytum, er það gert í þeim tilgangi að veita viðskiptavinum sem besta þjónustu.
3. Frágangur viðskipta
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Býflugunnar og blómið.
Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Býflugunnar og blómið.
4. Skilaréttur
Heimilt er að skila vöru gegn kassakvittun innan 30 daga frá kaupum.
Varan skal vera heil og í óskemmdum umbúðum.
Verslunin áskilur sér rétt til að draga -15% af upprunalegu verði, ef skilað er eftir 30 daga.
Ekki er heimilt að skila plöntum, afskornum blómum og metravöru.
Við skil á vöru er gefið val um inneignarnótu sem gildir í tvö ár eða endurgreiðslu.
Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð vörunnar nema hún sé keypt 14 dögum fyrir útsölu eða komin á útsölu.
Ekki er heimilt að skila útsöluvöru nema um galla sé að ræða.
Gjafir er hægt að fá merktar með gjafamerki, ekki er þörf að framvísa kassakvittun þegar gjöf er skilað. Gjafamerki gildir í 30 daga.
Jólagjafamerki skal miðast við að varan sé afhent 24. des.
Ef skila á vöru sem keypt var í vefverslun þarf kaupandi að koma vörunni til Býflugan og blómið í heilu lagi á sinn kostnað.
5.Afhending pantana
Hér má sjá allar upplýsingar um afhendingu pantana. Því miður getum við ekki alltaf tryggt að ákveðin vara sé til þegar netpöntun er tekin saman.
Sóttar pantanir
Ef um blómaafhendingu er að ræða þá er varan tilbúin á þeim tíma sem valin var í pöntunarformi.
Aðrir viðskiptavinir fá sms þegar vörur þeirra eru tilbúnar til afhendingar. Vinsamlega gefið ykkur fram við starfsmann í anddyri verslunarinnar.
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla á sóttum vörum taki 1-4 virka daga.
Bíll söluaðila
Sendingarkostnaður með bíl söluaðila er greiddur fyrirfram í vefverslun.
Gera má ráð fyrir allt að 1 virkum afgreiðsludegi en reynt er eftir fremsta megni að afgreiða samkvæmt óskuðum afhentingartíma.
Pósturinn
Viðskiptavinir geta fengið sendingar sendar með Póstinum. Burðargjald greiðist af viðtakanda, samkvæmt gjaldskrá Póstsins.
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla taki 2-6 virka daga.
Flugfélagið
Viðskiptavinir geta fengið sendingar sendar með flugfélaginu. Burðargjald greiðist af viðtakanda, samkvæmt gjaldskrá flugfélagsins.
Gera má ráð fyrir að afgreiðsla taki 1-2 virka daga.