Sumarblómalisti

Flokkur:

Lýsing

Í garðinum hjá Býflugunni og blóminu er sumarblómasala

  • Sumarblóm blómstra flest meira ef þau eru á sólríkum stað.
  •  Algengasta millibil milli sumarblóma er 15-20sm.
  • Gætið þess að plönturnar séu vel rakar (rótarhnausinn gegnblautur) áður en þið plantið þeim.
  • Hreinsið burt öll visin blóm strax, með því tryggið þið meira blómskrúð, annars leggur plantan orku sína í að mynda fræ.
  • Allar plöntur þurfa næringu, gefið sumarblómunum ykkar blómanæringu

Hér fyrir neðan er nafnalisti með helstu tegundum og lýsingu á þeim.

  • Aftanroðablóm Lavatera trimestris Blóm bleik, hæð 65 sm. stórar klukkur. Þarf stuðning og sólríkan vaxtarstað. Harðgert. Ræktuð í 12 sm. pottum
  • Apablóm Mimulus x hybr. Ýmsir litir, hæð 15-20 sm
  • Bláhnoða Ageratum houstonianum Blá blóm, þolir skugga, hæð 20-25 sm, Þolir ekkert frost. Ræktuð í 12 sm pottum.
  • Blákragafífill Brachycome iberidifolia Blá með auga, hengiblóm mjög blómsæll, falleg í skjóli. Ræktaður í 11 sm. pottum.
  • Blóðdropar Krists Fúksía Fuchsia x hybrida Margir litir og vaxtarlag bæði upprétt og hangandi. Ræktaðar í 12 sm- 4 l. pottum.
  • Milljónbjalla Millionbells Calibrachoa x hybrida Hengiplöntur í ýmsum litum, blómviljugar. Þarf sól og sæmilegt skjól
  • Blómatóbak Nicotiana hybrida Ýmsir litir, hæð 30 sm. Ræktuð í 12 sm. pottum.
  • Borgardís Diascia barberae Ýmsir litir. Blómviljug hengiplanta.Fljót að ná sér eftir veðurskemmdir. Ræktuð í 11-12sm. pottum.
  • Brúðarauga Kantlobelia Lobelia erinus Mörg litaafbrigði. Dökkblá, blá, hvít, sprengd lillableik, blandað. Hæð 10-15sm.
  • Brúðarslör Gypsophila muralis Bleik hengiplanta verður alsett örsmáum, bleikum blómum, fínleg og falleg. Sólríkur vaxtarstaður Ræktuð í 11sm. pt.
  • Brúðarstjarna Cosmos Cosmos bipinnatus Blandaðir litir hæð 60sm. Þessi finlega planta er ótrúlega harðgerð. Ræktuð í 12 sm. pottum
  • Daggarbrá Leucanthemum paludosum Hæð 20sm. hvít blóm með gula miðju (eins og margarita). Harðgerð og blómviljug.
  • Dahlía Glitfífill Dahlia variabilis Ýmsir litir, blóm fyllt eða hálffyllt. Hæð 25-30sm. Þarf sól og skjól. Ræktuð í 13sm. pottum.
  • Eilífðarfífill Helichrysum bracteatum Blandaðir litir, hæð 30sm. Góð til að þurrka. Harðgert.
  • Fagurfífill Bellis Bellis perennis Rauður, hvítur eða bleikur. Hæð 20sm, mjög harðgerður.
  • Fiðrildablóm Nemisía Nemesia strumosa Blandaðir litir, mjög blómviljug, hæð 20-30 sm.Er illa við vætutíð.
  • Fjóla Viola cornuta Margir litir, meira að segja rauðar. Þið þekkið öll þessar elskur.
  • Flauelsblóm Tagetes patula nana Smáblómstrandi. Ýmsir litir. Hæð 20sm Ræktuð í 6 og 12sm pottum
  • Flauelsblóm Tagetes erecta Stórblómstrandi, gul, orans eða hvít. Hæð 25sm. Ræktuð í 12sm pottum.
  • Friggjarbrá Chrysanthemum carinatum Blandaðir litir, hæð 60sm. körfublóm. Harðgerð og blómviljug.
  • Glæsisalvia Salvía Salvia splendens Rauðir langir klasar. Hæð 25sm.
    Þarf sól og skjól. Ræktuð í 12sm. pottum.
  • Hádegisblóm Dorotheanthus bellidiformis Blandaðir skærir litir, hádegisblómið þarf að vera þar sem sólar nýtur sem best, það lokar blómunum þegar ekki er sól. Ekki gefa því mikinn áburð. Harðgert.
  • Hengiapablóm Mimulus x hybr. Pastelbleik hengiplanta. Ræktuð í 12 sm pottum
  • Hengibrúðarauga Hengilobelia Lobelia erinus pendula Margir litir. Hangir 20-30sm þarf mikið vatn og næringu. Ræktuð í 11-12sm pottum
  • Hengifjóla Viola williamsii Ýmsir litir. Virkilega duglegar og fallegar hengiplöntur. Þarf ekki eins mikið vatn og hengilobelía. Ræktuð í 11sm. pottum.
  • Hengipelargonia Pelargonium pelatum Blóm bleik eða ljósfjólublá, blómviljug hengiplanta. Þarf skjól. Ræktuð í 12-15sm pottum.
  • Hengipetunía Surfinia’ Petunia ‘Surfinia’ Gróskumiklar og duglegar hengiplöntur í mörgum litum. Ræktuð í 13-15sm pottum.
  • Hengisumarklukka Campanula Tveir litir. Bleik eða ljósblá hengiplanta stórar klukkur, ræktuð í 11sm pottum.
  • Héraskott Ovatus Falleg puntstrá sem gaman er að þurrka.
  • Hjartaax Briza maxima Falleg puntstrá sem gaman er að þurka.
  • Húsmæðrablóm Malvastrum capense Blóm bleik, hæð 40-60sm. Er nú reyndar fjölær sígrænn lítill runni, sem verður að taka inn á veturnar. Ræktuð í 11sm pottum
  • Ilmgullrunni Hypericum Blóm gul síðan rauð ber sem verða síðan svört. Ekki má borða berin. Fjölær lítill runni. Ræktaður í 12-16sm pottum.
  • Ilmskúfur Levkoj Matthiola incana Blandaðir litir rautt, fjólublátt eða hvítt í löngum ilmandi klösum. Hæð 20 – 30 sm.
  • Járnurt Hengijárnurt Verbena x hybrida Margir litir. Virkilega dugleg og falleg hengiplanta. Illa við mikla bleytu. Ræktuð í 11 – 12sm pottum
  • Kornblóm Centaurea cyanus Blóm hvít, blá eða bleik. Hæð 25sm. Blöð grá. Harðgert sumarblóm.
  • Krosshnappur Glechoma hederacea Blöð mislit. Skemmtileg hengiplanta í ker eða hengipotta.
  • Laurentia Laurentia Ný ´07 Hæð 15sm blóm bláar og bleikar stjörnur.
  • Ljónsmunni Antirrhinum majus Blandaðir litir, hæð 50-70sm. Ræktaðir í 13sm. pottum.
  • Ljónsmunni Antirrhinum majus Ýmsir litir, blóm í löngum klösum. Hæð 25 sm. Þarf sólríkan vaxtarstað.
  • Margarita Möggubrá Argyranthemum frutescens Gular, hvítar og bleikar. Uppréttur vöxtur. Mjög harðgerðar og blómviljugar langt fram á haust. Ræktuð í 12-20sm. pottum
  • Maríuþistill  Silybum marianum Lækningajurt með stórum, stingandi, mislitum laufblöðum. Hæð 70-100sm. sérkennileg planta.
  • Meyjarblómi Godetia amoena Blandaðir litir eða bleikt. Hæð 25sm. stórar klukkur, þessar lufsur verða ótrúlega fallegar. Harðgert.
  • Morgunfrú Calendula officinalis Blóm orans, hæð 25sm stór fyllt. falleg og harðgerð. Þið munið eftir morgunfrúnni í garðinum hjá ömmu og afa?
  • Myntumjöljurt Plectranthus madagascarinsis
    ‘Variegatus’ Hengiplanta með mislitum blöðum. Þolir illa kulda.
  • Nellikka Dianthus Einföld, í ýmsum litum. Harðgerð. Ræktuð í 11sm. pottum.
  • Nellikka Dianthus Fyllt ,rauð blóm og ilmandi. Þarf sól og skjól. Ræktuð í 11sm pottum.
  • Njarðarbrá Chrysanthemum segetum Gul, hæð 60sm Harðgerð og blómviljug.
  • Paradísarblóm Schizanthus wisetonensis Blandaðir litir mjög blómviljug, 20–30sm.
    Er illa við langvarandi vætutíð eins og okkur.
  • Pelargonia Mánabrúður Pelargonium x hortorum Rauð, blandað 25–30sm.
    Þarf sól og skjól. Ræktuð í 12sm pottum.
  • Pottaprimula Primula elatior Blandaðir litir, góð í potta. Ræktuð í 12sm pottum.
  • Petunia Tóbakshorn Petunia grandifl. Sjá Tóbakshorn
  • Refaskott Amaranthus caudatus Rauð blóm,hangandi halar, hæð 75sm Þarf sól og skjól.
    Ræktuð í 12sm pottum.
  • Silfurkambur Senecio cineraria Hæð 25 sm. Blómstrar ekki en blöðin eru silfurgrá og loðin, stendur langt fram á vetur. Mjög fallegur og harðgerður.
  • Silfurregn Dichondra Hengiplanta með silfurlit blöð. Ræktuð í 11sm. pottum.
  • Skjaldflétta Tropaeolum majus nanum Blandaðir litir, rauðir, gulir eða appelsínugulir. Dugleg hengiplanta. Bæði blöð og blóm góð í salat. Ræktuð í 12sm. pottum.
  • Skógarmalva Malva silvestris Fjólublá með æðum. Hæð 1- 2 metrar. Þetta er alveg satt.Þarf að binda upp. Kemur verulega á óvart. Ræktuð í 2 l. pottum.
  • Skrautkál Brassica Hvítt eða rautt (höfuðkál) falleg blaðhvirfing með hvítflekkóttum blöðum. Ef þið fáið leið á þessari jurt þá étið hana bara. Harðgert.
  • Skrautkál fíngert Brassica Blöð hvít eða rauðflekkóttur fínlegur blaðbrúskur. Harðgert og stendur lengi fram eftir hausti. Þið megið líka borða þessa.
  • Skrautnál Alissur Lobularia maritima Hæð 10sm. blóm ilmandi fjólublá eða hvít Falleg kantplanta.
  • Snædrífa Sutera cordata Þetta er ótrúlega dugleg hengiplanta með bláum, bleikum eða hvítum blómum. Ræktuð í 11sm. pottum.
  • Sólargull Helichrysum Blöð grá, góð í hengipotta og ker. Harðgerð.
  • Sólbrá Chrysanthemum multicaule Gul, hæð 10sm.sóllríkan vaxtarstað
  • Sólbrúður Pericallis x hybrida Hæð 30-40sm. þessi vekur óskypta athygli mjög harðgerð og blómviljug.þolir illa mikinn hita og sterka sól, lítil vökvun.
    Ræktuð í 12 sm pottum
  • Sólhattur Rudbeckia Hæð 25-35sm. stór blóm gul með dökka miðju. Harðgerður.
    Ræktaður í 12sm pottum.
  • Stjúpur Viola x wittrockiana Hæð 10-25sm. Ýmsir litir. Harðgerðar. Það þekkja allir stjúpur.
  • Sumarljómi Phlox drummondii Blandaðir litir, 15sm. Blómviljug.
  • Sumarnellikka Dianthus Hæð 10sm. blandaðir litir. Blómviljug. Dugleg.
  • Sumarstjarna Aster chinensis Blandaðir litir, fyllt blóm, hæð 20sm. Blómstrar frá júlí.
  • Sveipkragi Iberis umbellata Blandað hæð 30sm. Harðgerð.
  • Torenía Torenia Blá eða bleik hengiplanta. Ræktuð í 12sm. pottum
  • Tóbakshorn Petunia Petunia multiflora plena Fyllt blóm, blandaðir litir. Passið að klippa dauð blóm í burtu.Ræktuð í 12sm. pottum.
  • Tóbakshorn Petunia Petunia grandifl. Ýmsir litir. passið að klippa dauð blóm í burtu.Ræktuð í 12sm. pottum.
  • Vetrarax Briza media Falleg puntstrá.
  • Vinablóm Nemophila menziesii Blóm himinblá með hvítu auga. Hæð 20sm.
    Góð í hengipotta, blómviljug. Ræktað í 11sm pottum.
  • Vippeblomst (norska) Alonsoa meridinalis Hæð 30cm. Laxableik blóm, blómstrar frekar seint