Fróðleiksmolar
Handhægur fróðleikur við skipulagningu Brúðkaups
Að mörgu er að huga fyrir stóra daginn og hér eru ýmis atriði sem vert er að vinna út frá.
12 mánuðum fyrir brúðkaup:
‘Akveða brúðkaupsdaginn.
Tala við prest eða sýslumann.
Panta kirkju.
‘Akveða hverjir verða svaramenn.
Gera fjárhagsáætlun.
12 – 6 Mánuðum fyrir brúðkaup:
‘Utbúa gestalista.
Panta veislusal og veitingar.
Hugsa fyrir fatnaði brúðhjóna, brúðarmeyja / sveina.
6 – 4 Mánuðum fyrir brúðkaup:
‘Akveða tónlist og fyrirkomulag í brúðkaupi í samráði við prest.
Bóka skemmtiatriði.
Athuga með brúðkaupsferð ef planið er að fara í eina slíka.
Panta snyrtingu og hárgreiðslu.
Panta gistingu á brúðkaupsnóttina ef ætlunin er að vera á hóteli.
Kaupa giftingarhringa / pússa trúlofunarhringa ef á að nota þá.
Fá vottorð um hjúskaparstöðu hjá hagstofu.
4 – 2 mánuðum fyrir brúðkaup:
Panta ljósmyndara.
‘Utbúa boðskort / þakkarkort og söngskrá fyrir veislugesti.
Raða gestum til borðs og útbúa nafnspjöld með nöfnum ef það á við.
Panta áletraðar servéttur ef á það á við.
Panta brúðartertu.
Panta brúðarvönd, blóm og skreytingar í Býflugunni og blóminu :))
2 mánuðum fyrir brúðkaup:
Staðfesta allar pantanir.
Bóka brúðkaupsferð.
Gera ráðstafanir varðandi brúðarbíl.
1 mánuði fyrir brúðkaup:
Senda boðskort, merkja við hvern og einn á gestalista þegar viðkomandi svarar.
Fara í hárgreiðslu- og förðunar prufu .
Listi yfir það sem gaman er að festa á mynd:
Undirbúningur brúðar og brúðguma.
Skreyting á kirkju og sal.
Gestir á leið til kirkju.
Brúðkaupsathöfn frá upphafi til enda.
Brúðhjónin saman eftir athöfnina.
Fjölskyldur brúðhjónanna.
Vinir brúðhjónanna.
Gestir að koma til veislu.
Brúðhjón að koma til veislu.
Ræðumenn / skemmtiatriði / veislugestir
Brúðarterta skorin.
Fyrsti dansinn.
Brúðhjón að yfirgefa veislu.
Brúðhjón að opna gjafir.
Brúðkaupsferð.
Drykkir
Í venjulegri vínflösku eru 75 cl en slík flaska dugir í 6 vínglös.
Reikna má með eftirfarandi magni af víni á mann:
Brúðarskál : 2-3 glös
Kampavín eða freyðivín:
í u.þ.b. 2 klst., 3-4 glös
í u.þ.b. 4 klst., 5-6 glös
Hvítvín með forrétti: 1-2 glös
Hvítvín/rauðvín með aðalrétti: 3-4 glös
Vín með eftirrétti: 1-2 glös
Alls eru þetta 10-14 glös eða um ein og hálf til rúmlega tvær flöskur á mann.
Munið að bjóða einnig upp á óáfenga drykki.