Haustlaukar

Sölutími er aðalega september – nóvember

Á haustin er gott að skipuleggja litadýrðina í garðinumfyrir næsta vor og sumar a.m.k. hvað snertir haustlauka.
Skemmtilegast er að velja þeim stað þar sem þeir eru hvað oftast í sjónlínu.
Það kemur oftast betur út að setja marga lauka saman á einn stað heldur en að dreifa mikið úr þeim.
Það er um að gera að setja fleiri en eina tegund af laukum saman sem hafa mismunandi blómgunartíma. Þannig getur hver laukategund tekið við af annarri og garðurinn verið í blóma allt sumarið.

Munið að laukur er ekki bara laukur. Við bjóðum upp á sérvalda og kröftuga lauka sem kemur best fram í kröftugri og stærri blómgun.

Fróðleikur:
Mjög árangursríkt er að nota laukinn af Keisarakrónu / Fritillariu sem músafælu. Þú setur einfaldlega allan laukinn eða hluta af honum þar sem músagangur er og þú ert laus við mýsnar.

Áhugaverðar síður um lauka:
http://www.keukenhof.nl
http://www.bulbsonline.org
http://www.lystigardur.akureyri.is

55 niðurstöður birtar