Grænir fingur

Sumarblóm:

Sumarblóm eru einærar plöntur sem eru í blóma meira eða minna allt sumarið.
Þau eru til í öllum mögulegum litum, stærðum og gerðum og eru sannkallaðir gleðigjafar.
Sumarblóm eru tilvalin í ker og potta og til upplífgunar í beð með fjölærum plöntum og runnum.
Við kappkostum að selja eingöngu gæða plöntur í garðplöntusölunni okkar.

Áhugaverð síða tengd sumarblómum:

http://www.lystigardur.akureyri.is

Pottaplöntur:

Rannsóknir benda ótvírætt til þess að heilsusamlegt sé að hafa lifandi plöntur í híbýlum manna. Gróflega má skipta inniplöntum í tvo flokka; grænar plöntur sem oftast eru fjölærarar og hins vegar blómstrandi plöntur sem ræktaðar eru vegna blómprýði og eru oft einærar.
Við kaup á blómstrandi plöntum ætti að líta til þess að þær endast tímabundið, oftast í nokkrar vikur og þyrfti að skipta þeim út þegar ekki er lengur af þeim prýði. Þannig má líta á blómstrandi plöntur á nokkuð svipaðan hátt og afskorin blóm, nema að þær endast mun lengur.
Það skemmtilega við blómstrandi plöntur er að margar þeirra eru árstíðabundnar og geta því gefið heimilinu skemmtilegan blæ hverrar árstíðar. Erfitt er að alhæfa um meðferð pottaplantna, en almennt má segja að blómstrandi plöntur þurfi góða vökvun og birtu, en grænar plöntur minni vökvun og þá sér í lagi yfir vetrartímann.
Varðandi ummhirðu einstakra tegunda er bent á að ýmsar bækur um blóm og meðferð þeirra fást í bókaverslunum, einnig má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar á slóðinni hér að neðan.
Áhugaverð síða um pottaplöntur:
www.floradania.dk

Laukar

Á haustin er gott að skipuleggja litadýrðina í garðinum fyrir næsta vor og sumar a.m.k. hvað snertir haustlauka.
Skemmtilegast er að velja þeim stað þar sem þeir eru hvað oftast í sjónlínu.
Það kemur oftast betur út að setja marga lauka saman á einn stað heldur en að dreifa mikið úr þeim. Það er um að gera að setja fleiri en eina tegund af laukum saman sem hafa mismunandi blómgunartíma. Þannig getur hver laukategund tekið við af annarri og garðurinn verið í blóma allt sumarið.
Fróðleikur:
Mjög árangursríkt er að nota laukinn af Keisarakrónu / Fritillariu sem músafælu. Þú setur einfaldlega allan laukinn eða hluta af honum þar sem músagangur er og þú ert laus við mýsnar.
Áhugaverðar síður um lauka:
http://www.keukenhof.nl

http://www.bulbsonline.org

 

http://www.lystigardur.akureyri.is

Jólatré:

Býflugan og blómið selur 1. flokks lifandi jólatré (Nordmandsþin) og greni (Tuju, Nobelix og Nordmandsþin) sem er innfluttur beint frá Danmörku.

Umhirða Jólatrjáa (Normandsþins):
Ef Jólatréið er ekki sett upp strax eftir kaup er best að geyma það á svölum stað þar sem góður raki er t.d. úti þar sem það fær vætu af rigningu eða snjó.
Fyrir uppsetningu innandyra er gott að spúla tréið með vatni t.d. í baðkari eða sturtu.
Gott er að saga þunna sneið neðan af stofni jólatrésins áður en tréið er sett í jólatrésfótinn. Nauðsynlegt er að passa að alltaf sé nægt vatn í jólatrésfætinum.

Fræ:

Í verslun okkar í Dalsbraut 1, er mikið úrval af eftirfarandi frætegundum:

Blómafræ
Kryddplöntufræ
Matjurtafræ

Áhugaverð síða tengd Fræum:

http://www.lystigardur.akureyri.is

Sáningaraðferð:

Setjið mold í sáðbakka og vökvið létt yfir moldina, stráið fræjunum yfir moldina og sáldrið síðan mold létt yfir fræin. Spírunarhiti skal vera ca. 18-23 C.ÂÂÂ Flest fræ þola ekki mikla birtu meðan á spírun stendur því er gott að leggja eitthvað dökt yfir sáðbakkann. Raki verður að vera jafn á meðan á spírun stendur. Gott er að setja t.d. plastfilmu yfir sáðbakkann til að halda sem jöfnustum raka. Að lokinni spírun þurfa plönturnar að fá góða birtu og hiti þarf að lækka í ræktun ca. 10-18 °C.

Auka þarf birtuna en forðast beina sól. Á þessu stígi er plastfilman er fjarðlægð og vökvað er oft en lítið í einu.Áður en sumarblómin eru sett út að vori er nauðsynlegt að herða þær, svo þær fái ekki sjokk við að fara beint út, innan úr hlýjunni.Þetta er gert með því að flytja plönturnar út á daginn og inn á nóttinni. Þetta þarf að gera í ca. vikutíma áður en plöntunum er endanlega komið fyrir úti í garði, allan sólarhringinn þegar veður og tími leyfa t.d. upp úr miðjum maí.

Þegar smáplönturnar hafa fengið 3-4 laufblöð er nauðsynlegt að dreifsetja þær (prikkla) í hólfaða bakka eða potta. Hver planta er færð varlega úr bakka yfir í pott og nýrri mold ýtt varlega að og vökvað örlítið yfir. Þeim er síðan leift að vaxa og dafna þar til að þeirra útplöntunartíma kemur.