Pottaplöntur

Rannsóknir benda ótvírætt til þess að heilsusamlegt sé að hafa lifandi plöntur í híbýlum manna. Gróflega má skipta inniplöntum í tvo flokka; grænar plöntur sem oftast eru fjölærarar og hins vegar blómstrandi plöntur sem ræktaðar eru vegna blómprýði og eru oft einærar.

Við kaup á blómstrandi plöntum ætti að líta til þess að þær endast tímabundið, oftast í nokkrar vikur og þyrfti að skipta þeim út þegar ekki er lengur af þeim prýði. Þannig má líta á blómstrandi plöntur á nokkuð svipaðan hátt og afskorin blóm, nema að þær endast mun lengur.

Það skemmtilega við blómstrandi plöntur er að margar þeirra eru árstíðabundnar og geta því gefið heimilinu skemmtilegan blæ hverrar árstíðar. Erfitt er að alhæfa um meðferð pottaplantna, en almennt má segja að blómstrandi plöntur þurfi góða vökvun og birtu, en grænar plöntur minni vökvun og þá sér í lagi yfir vetrartímann.

Varðandi ummhirðu einstakra tegunda er bent á að ýmsar bækur um blóm og meðferð þeirra.

5 niðurstöður birtar