Umhirða afskorinna blóma

Flokkur:

Lýsing

Umhirða afskorinna blóma:

Best er að sem stystur tími líði frá því að blóm eru keypt í verslun þar til þau komast í vatn. Ef um langan tíma er að ræða setur starfsfólk Býflugunnar og blómsins blautt við stilkana. Þegar heim er komið er nauðsynlegt að skáskera stilkana með beittum hnífi og setja blómin í ylvolgt vatn með blómanæringu. Blómanæringin inniheldur sótthreinsandi efni auk næringar og er forsenda fyrir góðri endingu.

Áríðandi er að ílát sem notuð eru undir blóm séu hrein, best er að þvo blómavasa að innan með heitu sápuvatni, en einnig getur verið gott að láta klórvatn standa í þeim annað slagið.

Afskorin blóm endast best við lágt hitastig, því skal forðast að hafa þau nálægt hitagjöfum s.s. miðstöðvarofnum og beinu sólarljósi.

Áhugaverðar síður um afskorin blóm
http://www.aboutflowers.com