Stikilsberjaplanta – Captivator

kr.7.995


Lýsing

Stikilsber (Ribes uva-crispa). Vaxa villt til fjalla í Evrópu og Norður-Ameríku. Þyrnóttur runni með uppsveigðar greinar sem verða um metri á hæð. Fjölgað með græðlingum og æskilegt bil á milli plantna er 1 til 1,5 metrar. Berin stór og bragðgóð, gulgræn, hvít eða rauð. Klippa skal burt gamlar greinar til að örva nývöxt og aldinmyndun. Yfirleitt tekur 2 til 3 ár fyrir stikilsber að fara að mynda ber. Yrkið ‘Hinnomäki’, sem er blanda af evrópskum og amerískum stikilsberjum, hefur reynst vel hér. ‘Hinnomäki Keltainen’ gefur gul og sæt ber en ’Hinnomäki Punainen’ rauð og bragðmikil ber.