Bláberjaplanta – Goldtraupe

kr.4.995

Ekki til á lager

Lýsing

Amerísk bláber (Vaccinium corymbosum var. angustifolium). Skálaplanta sem þrífst illa utandyra og gefur sjaldan ber úti hér á landi. Lágvaxinn runni, 25 til 120 sentímetrar á hæð, sem fær rauða haustliti. Þrífst best í næringarríkum, rökum og súrum jarðvegi, pH 4,5 til 5,5. Klippa skal burt allt kal á hverju vori og gott er að fjarlægja gamlar greinar á nokkurra ára fresti til að örva nývöxt. Bláber eru ekki sjálffrjóvandi og því þarf tvö yrki sem frjóvgast saman svo að þau myndi ber. Henta vel í potta og ker sem setja má inn í kalt gróðurhús yfir veturinn. Fjölgað með græðlingum.

Meðal yrkja sem reynd hafa verið eru Northland’ sem gefur meðalstór og sæt ber og er líklega harðgerðasta yrkið hér, ‘Earlyblue’ sem myndar aldin snemma og ‘Reka’, ‘Patriot’ og ‘Toro’ sem þroska berin á miðju sumri.