Við ástvinamissi er gott að geta leitað til fagfólks.
Í Býflugunni og blóminu býðst þér að velja úr fjölbreytilegum útfararskreytingum og samúðarblómvöndum hvort heldur er hér í netversluninni eða í verslun okkar.
Starfsfólk okkar er boðið og búið til að aðstoða þig við val þitt á blómum og útfærslu á skreytingu.
Æskilegur pöntunarfyrirvari á útfararskreytingum er tveir sólarhringar, þar sem þann tíma getur tekið að útbúa útfararborða eða þau blóm sem óskað er eftir.