Haustlaukar
Sala hefst í byrjun september
- Á haustin er gott að skipuleggja litadýrðina í garðinumfyrir næsta vor og sumar a.m.k. hvað snertir haustlauka.
- Skemmtilegast er að velja þeim stað þar sem þeir eru hvað oftast í sjónlínu.
- Það kemur oftast betur út að setja marga lauka saman á einn stað heldur en að dreifa mikið úr þeim.
- Það er um að gera að setja fleiri en eina tegund af laukum saman sem hafa mismunandi blómgunartíma. Þannig getur hver laukategund tekið við af annarri og garðurinn verið í blóma allt sumarið.
- Munið að laukur er ekki bara laukur. Við bjóðum upp á sérvalda og kröftuga lauka sem kemur best fram í kröftugri og stærri blómgun.
Áhugaverður tengill um lauka https://www.google.is/search?q=keukenhof&biw=1735&bih=914&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ved=0CEIQsARqFQoTCMDviZns2scCFc0I2wodpdMF6g